Kynning á drögum að starfsleyfi fyrir Mjólkursamlag KS
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir Mjólkursamlag KS,
kt: 680169 5009, að Ártorgi, 550 Sauðárkrókur. Um er að ræða matvælaframleiðslu; mjólkursamlag, osta- og sósugerð og etanól framleiðslu . Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru hér, en um er að ræða sértæk skilyrði fyrir starfsemi Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 19. nóvember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Hér má sjá  greinargerð um starfsemina, sem fylgdi umsókn um endurnýjun á starfsleyfifyrirtækisins.