Sæmundargötu 1
550 Sauðárkróki
S: 453-5400
Opið: 9-17.00 virka daga.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þann 18. desember 2020
Fundargerðina má sjá hér.
Skynmat í Ólafsfirði haustið 2020
Skynmat fór fram á lykt í Ólafsfirði haustið 2020, en á staðnum eru rekin nokkur fyrirtæki sem geta valdið lyktaróþægindum fyrir íbúa og ferðafólk. Fyrirtækin sem um ræðir sem valda lyktinni eru einkum stór fiskþurrkun og svo hafa verið nefnd til sögunnar minni harðfiskvinnsla og fiskreyking.
Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar 2020 og eru niðurstöðurnar í stuttu máli eftirfarandi:
September: Í 5 daga var lyktin talin vera dauf, en 1 daginn sterk og óþægileg.
Október: Í 4 daga taldist lyktin vera dauf, en í 3 daga til viðbótar taldist lyktin vera sterk og óþægileg.
Nóvember: Í mánuðinum var ekki gerðar athugsemdir við lyktina í Ólafsfirði.
Þessi litla athugun Heilbrigðiseftirlitsins getur nýst sem útgangspunktur í umræðu lyktarmengun á Ólafsfirði, en niðurstöðurnar ríma ágætlega við að eftirlitinu hefur ekki borist nein kvörtun um lykt frá því í lok október sl. Hugmyndin er að kynna niðurstöðuna fyrir þeim sem málið varðar og ræða hvort rétt sé að halda athugunum áfram með hækkandi sól, á nýju ári.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þann 28. október 2020
Fundargerðina má sjá hér.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þann 9. október 2020
Fundargerðina má sjá hér.
Skynmat á Ólafsfirði
Heilbrigðiseftirlitið heldur utan um skynmat á Ólafsfirði sem gengur út á að meta og skrá skipulega, annars vegar styrkleika lyktar og hins vegar skynjun lyktarinnar. Athugunarstaðir eru sunnan við hafnarsvæðið, þar sem finna má megin lyktaruppsprettur.
Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar og við yfirferð á gögnum fyrstu 12 daganna , þá er niðurstaðan eftirfarandi: Ekki var teljandi lykt í 9 daga, dauf lykt í 2 daga og sterk lykt einn daginn. Skynjunin var að í 2 daga var hún líkast harðfisks/keim af reyk og 1 dag óþægileg reykjarlykt.