Starfsleyfi til kynningar fyrir stóra spennistöð Landsnets á Sauðárkróki

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlandsvestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir, stóra spennistöð á Sauðárkróki, að Borgarteig 10 b. Um verður að ræða  stóra spennistöð á byggingarreit sem sýndur er á afstöðumynd. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlita. Hægt er að gera athugasemd við starfsleyfisskilyrðin fyrir spennistöð Landsnets á Sauðárkróki til 16. júní nk. og skulu þau berast skriflega til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Hér má sjá loftmynd af framkvæmdasvæði og afstöðumynd.