Sjóða neysluvatnið á Hvammstanga í varúðarskyni

Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók á Hvammstanga, innihélt coli  gerla í miklu magni.

Í samræmi við 14. gr. reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001,ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið í samráði við Matvælastofnun að  neysluvatnið á Hvammstanga, sé soðið fyrir neyslu.

Heilbrigðiseftirlitið mun láta íbúa vita þegar nauðsynlegum aðgerðum til úrbóta á vatnsveitunni er lokið, sem tryggja endurheimt vatnstgæða.