Hér með eru auglýst drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir Valey ehf. kt. 191186-3629, Lækjarhvammi, 531 Hvammstangi. Umsóknin barst heilbrigðiseftirlitinu 19. september 2025 og sækir Fanney Dögg Indriðadóttir um fyrir hönd fyrirtækisins.
Í umsókn er sótt um starfsleyfi fyrir minna gistiheimili.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út starfsleyfi, sem nær til hollustuhátta. Leyfið er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Á þeim byggja eftirfarandi reglugerðir: nr. 903/2024 um hollustuhætti, nr. 536/2001 um neysluvatn, nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, ásamt nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum 9. gr reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti.
Starfsleyfisskilyrðin munu byggja á: Starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði, minna gistiheimli (ust.is).
Athugasemdir skulu berast á netfangið hnv@hnv.is fyrir 11. nóvember 2025.