Hér með eru auglýst drög að tímabundið starfsleyfi fyrir Ræktunarsamband Flóa og Skeiða kt 410693-2169. Umsóknin barst heilbrigðiseftirlitinu 3. mars 2025 og sækir Guðmundur Á Böðvarson um fyrir hönd fyrirtækisins.

Í umsókn er sótt um starfsleyfi fyrir framkvæmdaleyfi nýrrar hitaveituborholu við Ósbrekku í Ólafsfirði.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út starfsleyfi frá 1. apríl 2025-30. september 2025, sem nær til mengandi starfsemi. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrði munu byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi og almenn starfsleyfiskilyrði fyrir jarðboranir: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi (ust.is) og Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir jarðboranir 2025.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum 5.gr reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Athugasemdir skulu berast á netfangið hnv@hnv.is fyrir 31. mars 2025.