Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir starfsemi Norðurþara á Ólafsfirði,  kt 650724-0700, vegna leyfis til vinnslu á 10.000 ton/ári af þara að Múlavegi 3a. Umsóknin barst heilbrigðiseftirlitinu 2. desember 2024 og  sótti Ásgeir Logi Ásgeirsson um leyfið fyrir hönd Norðurþara.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út starfsleyfi til 12 ára, sem nær til mengandi þátta starfseminnar. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrði munu byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi (ust.is) og í framhaldinu verður gefið út leyfi sbr. lög um matvæli nr. 93/1995.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum 5.gr reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Athugasemdir skulu berast á netfangið hnv@hnv.is fyrir 30. desember 2024.

Sigríður Hjaltadóttir

heilbrigðisfulltrúi