Starfsleyfi til kynningar fyrir líkamsræktina Króksfitt ehf.
Í samræmi við reglugerð um hollustuhætti nr. 903/2024, um hollustuhætti, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir Króksfitt ehf. kt. 530514 0720 . Um er að ræða nýtt starfsleyfi vegna flutnings Króksfitts í húsnæði að Borgarflöt 1, þar sem fyrirhugað er að starfrækja fyrirtækið framvegis. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar.
Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði Króksfitts , til 10. október nk, en það er í samræmi við 9. gr. reglugerðar um hollusthætti nr. 903/2024. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.