Drög að starfsleyfi til kynningar fyrir Betri Vörur í Ólafsfirði

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir fiskverkun og reykhús Betri vara í Ólafsfirði,  kt. 450508 2250, Múlavegi 7, 625 Ólafsfirði. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru samræmd starfsskilyrði fyrir vinnslu fisks og gilda þau að óbreyttu, ef reyking er minni en 100.000 kg af óslægðum fiski á ári. Ef framleiðsla verður meiri eða að nágrannar verða fyrir óþægindum vegna starfseminnar, þá mun Heilbrigðiseftirlitið endurskoða skilyrðin með það að markmiði að tryggja viðunandi loftgæði.

Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 12. apríl nk.  Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra að Sæmundargötu 1 eða í tölvupósti á netfangið hnv@hnv.is.