Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir Ræktunarsamband Flóa og skeiða, til þess að bora heitavatnsholut RR-38 við Húnavelli í Húnavatnshreppi, eru hér til kynningar.
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrðin til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir jarðborunina að Húnavöllum og hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 28. febrúar 2024.
Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, en hér má sjá drögin, að starfsleyfi að neðan.