Endurnýjun á starfsleyfi Orkunnar til kynningar fyrir bensínstöð félagsins á Hvammstanga

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði fyrir Orkuna IS ehf, kt. 680319 0730 til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir bensínstöð Orkunnar í Húnaþingi vestra.  Um er að ræða endurnýjun á leyfi, fyrir bensínstöðina að Hvammstangabraut 40, Hvammstanga og fyrirhugað er að gefa út starfsleyfið til 12 ára, samkvæmt meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum. Niðurgrafnir tankar eru tvöfaldir og frá árinu 2005. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 28. febrúar 2024. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.