Endurnýjun á starfsleyfi Olís til kynningar fyrir bensínstöð við Tjarnargötu 6, á Siglufirði .
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði fyrir Olís hf. kt. 500269-3249, til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir bensínstöð Olís á Siglufirði. Um er að ræða endurnýjun á leyfi, fyrir bensínstöðina á Siglufirði og fyrirhugað er að gefa út starfsleyfið til 12 ára, samkvæmt meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 14. janúar 2023. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Hér má sjá greinargerð um starfsemina, búnað og aldur tanka:
Hér má sjá upplýsingar um fráveitu:
Hér má sjá yfirlitsmynd af lögnum og tönkum: