Starfsemi ullarþvottastöðvar Ítex á Blönduósi

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir ullarþvottarstöð Ístex., kt: 561091 1109, að Efstubraut 2, 540 Blönduós. Um er að ræða ullarþvottarstöð. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru; Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir Ístex 2022. 

Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 13. janúar nk.

Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.