Þær aðgerðir sem Skagafjarðarveitur fóru í til þess að endurheimta vatnsgæði á Hofsósi hafa skilað tilætluðum árangri, en sýni sem tekin voru á mánudaginn 3. ágúst sl. staðfesta að gæði neysluvatnsins eru í samræmi við kröfur reglugerðar 536/2001 um neysluvatns. Þær fólust m.a. í að skola út lagnir, setja klór í vatnstank, lagfæra geislatæki og skoða nákvæmlega nærsvæði vatnsbólsins.
Það er því ekki nein þörf á því lengur að sjóða neysluvatnið á Hofsósi.