Starfsleyfi til kynningar fyrir Flugeldasýningu á Skagaströnd
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir flugeldasýningu á Skagströnd um næstu áramót eða kl 21:30 til 22:00 um hálfan km. fyrir norðan Skagaströnd á mótum Ásvegar og Vetrarbrautar,  565 Skagaströnd. Um er að ræða skoteldasýningu en starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru hér, en um er að ræða að mestu samræmd starfsleyfiskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga fyrir flugeldasýningar. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 28. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra