Fyrirmæli Umhverfisstofnunar vegna bensínleka N1 á Hofsósi
Umhverfisstofnun hefur gefið út fyrirmæli um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi, sem varð vegna mikils leka á bensíni á Hofsósi á árinu 2019, en hér eru fyrirmælin um úrbæturnar. Lekinn orsakaðist af gati á tanki, sem má sjá hér á myndinni að neðan á liðlega þriggja áratuga gömlum olíutanki. Umfang lekans og hve langan tíma það tók að staðfesta lekann má rekja til mikilla misbresta á starfrækslu og mengunarvörnum N1.
- 1. Birgðabókhald brást. Ef það hefði verið í lagi, hefði mátt staðfesta strax að mikill munur var á því magni sem fyllt var á tanka og því magni af bensíni sem selt var á stöðinni.
- 2. Þykktarmæling tanka brást, en hún fór fram í júní 2019. Mælingin kom ekki auga á gatið sem er að sjá á myndinni hér að neðan.
- 3. Lekaprófun Olíudreifingar í desember 2019, á tanki með þrýstilofti gaf til kynna að tankur væri í fullkomnu lagi.