Tímabundið starfsleyfi- Niðurrif á mannvirkjum á Stóru-Borg Ytri 1 og 2 í Húnaþingi vestra

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði vegna niðurrifs á gömlu íbúðarhúsi í landi Stóru-Borgar Ytri 1 og 2 lnr. 180622 og 144569 sem skráð er sem haugstæði mhl. 03, fjátrhús mhl 05, hlaða mhl. 06, hlaða mhl. 07, votheysturn mhl 09, fjárhús mhl. 11 og hesthús mhl. 12 til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra að Sæmundargötu 1, Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið starfsleyfi til niðurrifs og flutnings á mannvirkjum frá Stóru-Borg Ytri 1 og 2, 531 Hvammstanga, ábyrgðarmaður fh. eigenda er Steinþór Hjaltason kt. 120458-5829. Verktakafyrirtækið Stapar kt. 481208-0410 munu sjá um niðurrifið, flokkun úrgangs og skil á löglegan förgunarstað. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru hér, en hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 5. júlí nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.