Suðurleiðir ehf. Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir Suðurleiði ehf,
kt: 090866 5409, að Borgarröst 2, 550 Sauðárkrókur. Um verður að ræða ýmsa starfsemi sem snertir vélknúin farartæki Suðurleiða m.a. þrif og dekkjaskipti ofl. . Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru hér , en um er að ræða almenn skilyrði fyrir mengandi starfsemi. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 18. maí nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.