Skynmat á Ólafsfirði
Heilbrigðiseftirlitið heldur utan um skynmat á Ólafsfirði sem gengur út á að meta og skrá skipulega, annars vegar styrkleika lyktar og hins vegar skynjun lyktarinnar. Athugunarstaðir eru sunnan við hafnarsvæðið, þar sem finna má megin lyktaruppsprettur.
Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar og við yfirferð á gögnum fyrstu 12 daganna , þá er niðurstaðan eftirfarandi: Ekki var teljandi lykt í 9 daga, dauf lykt í 2 daga og sterk lykt einn daginn. Skynjunin var að í 2 daga var hún líkast harðfisks/keim af reyk og 1 dag óþægileg reykjarlykt.