Starfsleyfi til kynningar fyrir eldsneytisafgreiðslu N1 að Suðurbraut, Hofsósi
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði N1 ehf. kt. 411003-3370, til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir eldsneytisafgreiðslu N1 að Suðurbraut, Hofsósi, en um er að ræða endurbætta stöð með olíuskilju. Hér má sjá mynd af afgreiðsluplani og olíugeymum sem fyrirhugað er að staðsetja við Suðurbraut á Hofsósi, hér er umsóknin.
Fyrirhugað er að gefa út starfsleyfið til 12 ára, samkvæmt meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 25. júní 2020. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Á framkvæmdatíma ofangreindrar bensínafgreiðslu er fyrirhugað að starfrækja eldsneytisafgreiðslu til báðabrigða og gilda um hana almenn starfsleyfisskilyrði sem fram koma í reglugerð 884/2017 einkum gr. 40 og 41. Í samræmi við reglugerð 550/2018 er hægt að gera athugasemdir við framangreind skilyrði til 6 júní nk. en fyrirhugað er að gefa umrætt leyfi út til 20. júlí 2020