Ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins um áminningu kærð

Í kjölfar slyss á Öxnadalsheiðinni þar sem olíuflutningabíll frá Olíudreifingu með 30 þúsund lítra innbyrgðis lenti út af veginum og olli mengunarslysi, ákvað Heilbrigðiseftirlitið Norðurlands vestra að afla upplýsinga um umfang olíuflutninga um helstu fjallvegi og jarðgöng á eftirlitssvæðinu. Umrætt slys er því miður ekki eina óhappið á Norðurlandi vestra við flutning og dreifingu á olíu á svæðinu á síðastliðnum árum, en olíuflutningar um vegi hafa aukist til mikilla muna í kjölfar fækkunar olíubirgðastöðva. Nú er nánast allri olíu í Fjallabyggð og Norðurlandi vestra miðlað frá Akureyri.

Eftir nokkrun málarekstur féllst Olíudreifing á að miðla upplýsingum sem beðið var um en með þeim skilyrðum að Heilbrigðiseftirlitið skrifaði upp á trúnaðaryfirlýsingu.  Þeirri kröfu var að hafnað þar sem um er að ræða mikilsverðar upplýsingar fyrir skipulagsyfirvöld og sveitarstjórnarfólk í Fjallabyggð og Norðurlandi vestra, auk þeirra fjölmörgu sem láta sig varða vatnsvernd og umhverfisvernd.Hér má sjá kæru Olíudreifingar í heild sinni og hér má sjá athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins við kæru.