Tilmæli til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Fjallabyggðar
Heilbrigðisnefnd óskar eftir því að sveitarfélög á starfssvæðinu skilyrði ráðningu verktaka, í hin ýmsu verk á vegum sveitarfélaganna, að þeir hafi gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Þetta á m.a. við um þá aðila sem taka að sér veitingasölu, bifreiðaviðgerðir, byggingaframkvæmdir, vegagerð, sorphirðu, bíla og bónþvottastöðvar, útleigu bíla, snjómokstur og annarrar starfsemi sem krefst verkstæðisaðstöðu. Ef sveitarfélögin setja fram umrædda kröfu, tryggir það jafnræði fyrirtækja og ætti sömuleiðis að hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á ásýnd lóða og umhverfismál fyrirtækja.