Starfsleyfi til kynningar fyrir Gönguskarðsá hf vegna virkjunnar Gönguskarðsár

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir Gönguskarðsá hf, vegna framleiðslu á rafmagni, í Gönguskarðsá á Norðurlandi vestra, 551 Sauðárkróki, heimilisfang rekstraraðila er Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur. Um er að ræða spennivirki, spennistöð og stöðvarhús fyrir rafstöð Gönguskarðsár hf, bíla hennar og annað er starfið varðar á starfsvæði Gönguskarðsár hf á Norðurlandi vestra. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru  sértæk starfsleyfisskilyrði, fyrir mengandi starfsemi. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 11. júní nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.