Tímabundið starfsleyfi til kynningar á niðurrifi asbests á Efra – Kolugili

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, vegna niðurrifs asbests á Efra – Kolugili í Húnaþingi vestra, 531 Hvammstangi.  Um er að ræða aspestplötur í lofti innanhús, sem notaðar voru sem eldtefjandi efni sem verður rifið og fargað á löglegum förgunarstað. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru sértæk starfsleyfi fyrir niðurrif á mannvirkjum. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina, til 30. apríl nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.