Starfsleyfi til kynningar fyrir N1; Staðarskála, Víðigerði, Blönduósi, Sauðárkróki og Hofsósi
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði N1 ehf. kt. 411003-3370, til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyir bensínstöðvar N1; Staðarskála, Víðigerði, Blönduósi, Sauðárkróki og Hofsósi.
Heilbrigðiseftirlitið hefur í hyggju að gefa út starfsleyfi fyrir bensínstöðvarnar að Víðigerði og Hofsósi til 1. janúar 2020, þar sem stöðvarnar uppfylla ekki kröfur sem fram koma í meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum, einkum sem snúa að því að fráveita sé tengd olíuskilju sbr. lið 3.2. Áætlað er að fara í úrbætur eða afleggja umræddar stöðvar á árinu 2019.
Fyrir bensínstöðvarnar; Staðarskála, Blönduósi og Sauðárkróki er fyrirhugað að gefa út starfsleyfi til 12 ára, samkvæmt meðfylgjandi starfsleyfisskilyrðum. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 10. janúar 2019. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.