Starfsleyfi til kynningar fyrir brennu í Akrahreppi
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir brennu í Akrahreppi, sem haldin verður föstudagskvöldið 4. janúar 2019. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru starfsleyfisskilyrði fyrir brennur á Norðurlandi vestra. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir brennu að Úlfstöðum Akrahreppi, til 29. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.