Starfsleyfi til kynningar fyrir Fiskmarkað Íslands á Sauðárkróki
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir, fiskmóttöku Fiskmarkaðs Íslands að Háeyri 6, á Sauðárkróki. Sótt hefur verið um undanþágu til umhverfisráðherra, á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018, fyrir því að fyrirtækið fái að vera starfrækt á kynningartíma starfsleyfis. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir fiskvinnslur. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 19. desember nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.