Ekki láta áramótabrennur brenna inni
Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit nr. 550/2018, þá tekur leyfisveitingin a.m.k. 5 vikur. Ástæðan er sú að það ber að auglýsa eftir athugasemdum í 4 vikur og taka síðan saman greinargerð um útgáfuferil starfsleyfisins. Starfsleyfisferlið er það sama og ef um vær að ræða olíubirgðastöð, en vonir standa til að ferlið verði að einhverju leyti einfaldað með að gera brennur skráningaskyldar hjá Umhverfisstofnun. Málsmeðferðin felur í sér að auglýsa eða upplýsa eigi almenning í 3 skrefum um fyrirhugaða starfsemi og gefa kost á athugasemdum, eins og fyrr greinir.