Starfsleyfi til kynningar fyrir Áka bílaþjónustu Sauðárkróki
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlandsvestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir Bifreiðaþjónustu Áka, Borgarflöt 19 c, almennt bílaverkstæði. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru almenn samræmd starfsleyfisskilyrði, fyrir almenn bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði Bifreiðaþjónustu Áka, til 20. nóvember nk. Hér eru starfsleyfisskilyrði uppfærð með vísan nýjar reglugerðir. Niðurstaða Heilbrigðisnefndar þann 19.12. 2018 var að veita fyrirtækinu starfsleyfi til 12 ára samkvæmt auglýstum starfsleyfisskilyrðum, en gefa rekstraraðila frest til þess að uppfylla skilyrði 3.2. til 15. júní 2019. Saminn var greinargerð um starfsleyfisútgáfuna sem er að finna hér.