Ari Jóhann Sigurðsson kosinn fomaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
Ari Jóhann Sigurðsson var kosinn formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra á fundi nefndarinnar, sem fram fór 11. september sl. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA. Starfssvæði nefndarinnar er víðfemt, en það nær frá og með Fjallabyggð í austri og vestur til Borðeyrar og síðan alla leið suður á Hveravelli.