Neysluvatnið á Borðeyri stenst gæðakröfur
Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók í dreifikerfi vatnsveitunnar á Borðeyri, þann 31. júlí, stenst gæðakröfur reglugerðar 536/2001 um neysluvatn. Það er þvi staðfest að úrbætur Húnaþings vestra sem ráðist var í júlí, hafa skilað tilætluðum árangri. Aðgerðirnar fólu í sér m.a. að koma fyrir geislatæki sem sótthreinsar vatnið. Það er því ekki lengur þörf á því að sjóða vatnið á Borðeyri fyrir neyslu.