Sjóða ber neysluvatnið á Borðeyri

 

Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók þann 5. júní sl. á Borðeyri, innihéldu Escherichia coli (E. coli) gerla. Sýnin á neysluvatninu voru annars vegar tekin úr vatnsbóli og hins vegar í dreifikerfi þ.e. úr krana í húsi eyrinni. Í samræmi við 14. gr. reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001, er ráðlagt að sjóða neysluvatnið á Borðeyri. 

Flestar E. coli bakteríur eru skaðlitlar, en ef E. coli finnst í neysluvatni, þá bendir það til þess að hættulegar bakteríur geti leynst í vatninu. Íbúum er því ráðlagt sem varúðarráðstöfun að sjóða vatnið.