Sýni úr umhverfinu á Sauðárkróki

Heilbrigðiseftirlitið hefur fengið  fyrirspurnir frá íbúum um skolpmengun, annars vegar í  smábátahöfninni á Sauðárkróki og hins vegar í tjörn við hesthúsahverfið á staðnum. Niðurstöður gefa skýrt til kynna að engin skolpmengun sé í smábátahöfninni. 


 

 

Fram hafa komið áhyggjur hjá hestamönnum af skolpmengun á frárennsli frá rotþró í hesthúsahverfinu.  Réttilega hefur verið bent á að frágangur á frárennslinu ætti að vera betri þ.e. að það færi í siturbeð áður en það færi út í grunnvatn. Niðurstöður athuganna sem gerðar voru þann 26. mars sl. benda til þess saurkólímengun berist mjög litlum mæli frá umræddri rotþró og út í tjörnina.


 

Sýni #1, var tekið beint úr frárennslisvatni úr rotþró, innihélt einungis 2 saurkólígerla, í 100 ml. Sýni #2, var tekið í tjörninni, á þeim stað sem útrás opnaðist í tjörnina, innihélt 720 saukólígerla í 100 ml. Sýni #3, var tekið í tjörninni, um 25 metra fjarlægð frá þeim stað sem frárennsli frá rotþró rann út í tjörnina, innihélt, 4.800 saurkólígerla í 100 ml. 

Þá niðurtöðu má draga af athuguninnni að eftir því áhrif frárennslisvatns minnkuðu jókst saurkólímengun.  Mikil saurkólímengun í tjörninni stafar að öllum líkindum af því að hrossaskít er ekið út í tjörnina.