Samráðsfundur heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi
Heilbrigðisfulltrúrar á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra héldu samráðsfund á Akureyri 2. febrúar sl. Ákveðið var að fara í sameiginleg verkefni m.a. í skipaskoðanir og fylgja betur eftir verkefni um matarsóun sem eftirlitin gerðu í fyrra. Á fundinn kom starfsmaður Neytendasamtakanna, Brynhildur Pétursdóttir en hún er í forsvari fyrir samtökin á Norðurlandi. Það var afar upplýsandi að hlýða á sjónarmið Brynhildar og gaf umræðan von um aukna samvinnu Neytendasamtakanna og Heilbrigðiseftirlitsins.