Á Norðurlandi vestra er fjöldi lítilla gististaða
 
134 gististaðir eru á skrá hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.  Flestir eru smáir eða 84, en þeir fá skoðun annað hvert eða jafnvel fjórða hvert ár.  Til undantekninga heyrir að verið sé að selja gistingu í óleyfi.  Það er  helst í Skagafirði, þar sem að nýir aðilar án leyfis hafa birst á Airbnb vefnum upp á síðkastið.  Það er ljóst að mikil eftirspurn er eftir gistingu í Skagafirði í tengslum við Landsmót Hestamanna sem haldið verður að Hólum dagana 27. júní til 3. júlí nk. og eru greinilega margir sem hyggjast bjóða upp á húsaskjól gegn greiðslu.  Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá nýliða sem ekki hafa aflað sér tilskildra leyfa að drífa í því.