Verið að vinna áhættumat vegna olíuflutninga

Sigríður Hjaltadótti heilbrigðisfulltrúi hefur tekið saman niðurstöður eftirlitsskýrslna vegna bensínstöðva á Norðurlandi vestra. Niðurstöður sýna að ástand mengunarvarnarbúnaðar hefur færst í rétt horf og þar sem búnaði er ábótavant er verið að vinna að endurbótum.
Olíufyrirtækin eru að taka saman upplýsingar um aldur og ástand olíutanka auk upplýsinga um magn olíu sem flutt er um vegi á Norðurlandi vestra í tengslum við vinnu að áhættumati sem eftirlitið vinnur að að. Umferðaróhöpp olíuflutningstækja geta m.a. valdið mengun á; vatnsbólum, laxveiðiám og öðrum viðkvæmum stöðum.