Forstjóri Umhverfisstofnunar í heimsókn

 

Þann 3. nóvember s.l. komu þær Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Gunnlaug  Einarsdóttir sviðsstjóra stofnunarinnar, á fund Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra. Forstjórinn var með greinagott yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar, ásamt því að kynna fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum. Í máli Kristínar Lindu undirstrikaði hún mikilvægi þess að hafa öflugt starf á sviði umhverfismála vítt og breitt um landið.