Drög að starfsleyfi fyrir Egils sjávarafurðir á Siglufirði
Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslu og reykingu á fiski að Tjarnargötu 20 á Siglufirði, eru hér til kynningar.
Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugasemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 20.3.2015.