Drög að starfsleyfi fyrir sölu á lífdísel á Sauðárkróki
Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir afgreiðslustöð á lífdísil sem Íslenskt eldsneyti hyggst starfrækja að Borgarflöt 31 á Sauðárkróki eru hér til kynningar.
Hér má sjá: drögin að starfsleyfinu og minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgir umsókn og sömuleiðis afstöðumynd af lóð. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugsemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi 22. ágúst 2014.