Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra

Fundur

Fundur haldinn í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra þriðjudaginn  9.9. 2013 á Sauðárkróki kl: 14.  Mættir eru undirritaðir auk Sigurjóns Þórðarsonar framkvæmdastjóra og Steinunnar Hjartardóttur.

_______________________________________________________________

Dagsskrá:

1. Kjör formanns, en því var frestað á seinasta fundi

2. Rækjuvinnslan Dögun, frárennsli

3. Starfsleyfi.

4. Starfsmannabúðir KS við Skógargötu.

5. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1.   Kosning var skrifleg.  Gísli Árnason var kjörinn formaður og tók hann við fundarstjórn.

2.   Sigurjón sagði frá frárennsli Rækuvinnslunar Dögunnar en rækjurhrat hefur farið óhreinsað í sjóninn.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkir að veita rækjuvinnslu Dögun á Sauðárkróki formlega áminningu sbr. 26. gr. laga nr. 7/1998, þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að starfsleyfisskilyrðum þrátt fyrir skýr tilmæli um að þeim verði fylgt.

Nefndin telur fullt tilefni að gera rækilega úttekt á fyrirtækinu þar sem m.a. verði farið yfir hvort að fleiri ákvæði starfsleyfis séu brotin og að rækjuvinnslunni verði gert að greiða kostnaðinn við aukið eftirlit  á grundvelli gjaldskrár Heilbrigðiseftirlitsins.

 

3.   Starfsleyfi

a)
Ásgeir Ósmann v/ Ísl. Kjötfélagið (grillvagn) Blönduósi

Kt: 621111-0270

Samþykkt til:  9.9.2025

b)
Garðar Sigurjónsson v/ Jarðboranir (Húnavöllum)

Kt. 590286-1419

Samþykkt til: 9.9. 2014

c)
Ragnheiður Ósk Jónsdóttir v/Fél. Árgarður Skagafirði

Kt: 480475-0549

Samþykkt til:  9.9. 2025

d)
Sigurður Þór Ágústsson v/ Ferðaþjónustan Mörk Húnaþingi vestra

Kt: 291077-3909

Samþykkt til:   9.9.2025

e)
Björn Hansen v/Fóðurfélagið ehf. Sauðárkróki

Kt: 591206-1330

Samþykkt til:  9.9.2025

4.         Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra að ræða  við forsvarsmenn KS um aðstöðu sem farandverkamenn  sláturhúss KS hafa í sláturtíð, bæði að Skólgargötu 1 og við Kirkjutorg.

5.         Önnur mál.

Engin bókuð

 

Fleira ekki gert, fundi slitið

Gísli Árnason                                      Halldór G Ólafsson

Steinar Svavarsson                              Margrét Ósk Harðardóttir

Guðrún Helgadóttir                             Ína Ársælsdóttir