Áhættugeining og námskeið í innra eftirliti matvælafyrirtækja

Fyrirhugað er á næstunni að áhættugreina matvælafyrirtæki landsins.  Sigríður Hjaltadóttir, heilbrigðisfulltrúi sótti í því skyni fræðslufund á vegum MAST, þann 25 febrúar sl. um hvernig þeirri vinnu skuli háttað, þannig að það náist fram samræmd áhættugreining matvælafyrirtækja á landsvísu.

Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi sótti þriggja námskeið í Reykjavík, í febrúarlok þar sem sérfræðingarnir Brian Curtis og Andrew Collins frá Campden, fóru mjög ítarlega íyfir hvernig ætti að taka út innra eftirlitskerfi matvælafyrirtækja, með kerfisbundnum hætti. 

Námskeiðið var mjög gagnlegt og ekki hve síst, sá kafli sem fjallaði um árangursríkt atferli í eftirliti.