Hugað að lausnum í fráveitumálum 

Heilbrigðisfulltrúi fór þann 18.2. 2013, ásamt tæknimönnum úr sveitarfélögunum Fjallabyggð og Skagafirði, austur til Egilsstaða í kynnisferð, þar sem farið var yfir  lausnir Fljótsdalshéraðs í Fráveitumálum.  Óskar Vignir Bjarnason í Bólholti, kynnti fráveitumannvirki sem hann setti upp og rekur fyrir sveitarfélagið og Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi kynnti niðurstöður athugana Heilbrigðiseftirlits Austurlands á fráveituvatni sem kemur frá hreinsivirkjunum.    

Ferðin var mjög gagnleg, en aðstæður á Sauðárkróki og Ólafsfirði eru frábrugðnar því sem gerist í Fellabæ og Egilsstöðum að því leytinu til að viðtaki skolpsins þ.e sjórinn er skilgreindur sem síður viðkvæmur heldur en árnar sem skólpinu er veitt í á Fljótsdalshéraði.