Sýnataka í sjó á Sauðárkróki þann 8.1.2013

 

Í janúar 2013 voru gerðar athuganir á magni gerla og lífræns efnis sjávar, á nokkrum stöðum við Sauðárkrók.  Sýnatökustaðir voru annars vegar inn í höfninni og hins vegar í nágrenni við helstu skolpútrás bæjarins, auk þess sem eitt sýni var tekið liðlega 1 km frá landi þar sem áhrif skolpmengunar eru hverfandi.   Sýni voru tekin í yfirborði sjávar með því að dýfa niður í sjó, dauðhreinsuðum plastflöskum og var þeim haldið í kafi, þar til þær voru orðnar stútfullar.


 

Sýnataka fór fram á þeim árstíma sem áhrif sólarljóss gætir hvað minnst en sólarljósið er mjög gerileyðandi.  Fyrirfram mátti því ætla að niðurstöður leiddu í ljós að fjöldi gerla yrði meiri en niðurstöður fyrri ára þegar sýni voru tekin að sumarlagi.

 

Niðurstöður 8.1.2013:

Númer #

Hnit

Sýnatökustaðir  Sauðárkróki

Saurkólí fj. 100 ml síun

COD mg/l

1

N 65°45.391 – W 019°38.890

Inn í höfninni á Sauðárkróki

380

 

2

N65°45.396 – W 019°38.782

Inn í smábátahöfninni á Sauðárkróki

340

 

3

N 65°.45.188 – W 019°38.890

15m  frá landi út frá útrás sláturhús KS

560

42

4

N 65°44.796 – W 019°37.596

Við  Hegrabraut 10 m frá útrás

7.700

25

5

N 65°44.812 –  W 019°37.929

Við  Hegrabraut 25 m frá útrás

8.000

 

6

N°65°44.803  – W 019°37.936

Við  Hegrabraut 50 m frá útrás

32.000

 

7

65°45.644  – W 019°38.036

Viðmið um 1 km frá landi

13

15

Tafla 1

 

 

Saurkólímælingar 1997

Hegrabraut

31.7.1997

20.8.1997

Fjarlægð frá útrás

fj. Í 100 ml

Fj. í 100 ml

10 m

700

390

25 m

240

80

50 m

34

13

100 m

6

24

200 m

1

2

Tafla 2

 

Umræða

 

Íbúar Sauðárkróks eru 2.572 á árinu 2012 og  rennur fráveita frá íbúabyggðinni óhreinsað út í sjó í 11 útrásum. Á síðastliðnum tveimur árum hafa þrjár af útrásum í kringum hafnarsvæðið verið sameinaðar í eina. Megnið af íbúðarskólpi frá byggðinni fer út í viðtakann út um útrásina sem liggur beint fram af Hegrabraut.

Niðurstöður sýnatöku þann 8. janúar sl. eru í samræmi við væntingar um að fjöldi gerla sé mun meiri samanborið við magn gerla sem mældist á  sömu sýnatökustöðum að sumarlagi árið 1997. Orsakir fyrir hærri gerlatölu geta einnig verið að það var logn, þann 8. janúar.  Skolpvatnið er léttara en sjórinn og liggur því ofan á kaldara saltvatninu og blandast síður ef sjór er sléttur.      Á óvart kemur hins vegar að gerlamagn mælist mun hærra 50m frá útrás, en  mældist 10 m frá útrásinni.

Áburðarmengun frá íbúum er ekki mikil en hún svarar til þess að 1,29 kg af nítri berast á hverri klukkustund út í viðtakann og samsvarar það um 8 kg af tilbúnum ammóníum nítrat áburði. Megnið af áburðarmengun frá íbúðarbyggð berst út í viðtakann úr útrásinni sem liggur beint fram af Hegrabraut.

 

Sýni voru tekin við útrásina á eftirtöldum stöðum: (tafla 1)

Út af Hegrabraut #4,

við útrásina frá Sláturhúsi og FISK #3,

og svo liðlega 1 km frá landi þar sem áhrifa mengunar eru hverfandi #7.

 

Til stóð að taka sömuleiðis sýni við útrás frá rækjuverksmiðju Dögunar en af því varð ekki þar sem starfsemin lá niðri tímabundið á meðan sýnataka fór fram.

Niðurstöður sýna bera með sér að lífræn mengun sem berst í viðtakann frá byggðinni sé  lítil og er það í samræmi við athuganir sem hafa verið gerðar áður.  Magn lífræns efnis 10 m frá aðalskolpræsi íbúðarbyggðarinnar við Hegrabraut nær því ekki að vera tvöfalt það magn sem mældist í sýni #7, þar sem áhrifa mengunar er hverfandi.  Inn á umræddri lögn er auk íbúaskolps, fráveituvatn frá Mjólkursamlagi KS, Heilbrigðisstofnuninni, FNV og Árskóla. Magn lífræns efnis í viðtaka við útrás fráveitu frá Sláturhúsi KS og FISk er heldur ekki ýkja mikil eða um þrefalt það magn sem mældist út á Skagafirðinum þar sem áhrifa mengunar gætir ekki.

 

Til þess að minnka magn næringarefna sem berst í viðtakann, enn frekar er rétta að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð að efla mengunarvarnir inn í framleiðslufyrirtækjunum en frá þeim berst um 90% af allri lífrænni mengun sem berst frá byggðinni og einungis um tíundi hluti frá íbúðabyggð.

 

Niðurstaðan er að næringarefnamengun er ekki vandamál heldur er verkefnið að minnka gerlamengun í fjörunni á Sauðárkróki.  Til þess eru tvær leiðir, annars vegar að leiða fráveitulögn nokkur hundruð metra út í fjörðinn til þess að gerlamengunin verði innann marka reglugerða yfir vetrarmánuðina, þegar  áhrif sólarljóss gætir í litlum mæli og síðan hins vegar geisla fráveituvatnið með útfjólubláu ljósi. Með geislun er hægt að minnka gerlamagn um allt að 99,9%, sem leiðir til þess að hægt sé að spara lagningu á langri lögn og hafa hana engu að síður í samræmi við 9. gr. reglugerðar 798/1999 eða 20 metra út frá meðalstórstraumsfjöruborði.

Kröfur um saurgerlamengun í reglugerðum :

Kröfur um magn saurgerla í strandsjó er að finna annars vegar í reglugerð nr. 796/1999 og hins vegar í reglugerð 798/1999 og er sú síðarnefnda með séríslensku ákvæði sem er mun strangara en í þeirri fyrrnefnda.

Í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns , sem byggja á tilskipunum Evrópusambandsins, koma fram eftirfarandi mörk, í fylgiskjali A,  sem umhverfismörk fyrir saurmengun yfirborðsvatns vegna holræsaútrása.

  1. Fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkólígerla eða saurkokka skal utan þynningarsvæðis í a.m.k. 90% tilfella vera undir 1000 pr. 100 ml miðað við lágmark 10 sýni.
  2. Þar sem útivistarsvæði eru við fjörur ellegar matvælaiðnaður í grennd skal fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkokka í a.m.k. 90% tilfella vera undir 100 pr. 100 ml utan þynningarsvæðis miðað við lágmark 10 sýni.  

Umhverfismörk I: Mjög lítil eða engin saurmengun.
Umhverfismörk II: Lítil saurmengun.
Umhverfismörk III: Nokkur saurmengun.
Umhverfismörk IV: Mikil saurmengun.
Umhverfismörk V: Ófullnægjandi ástand vatns/þynningarsvæði.

 

 

Umhverfismörk Tegund/fjöldi
per 100 ml 

I 

II 

III 

IV 

V 

Saurkólígerlar
eða saurkokkar 

<14* 

14-100 

100-200 

200-1000 

>1000 

Í reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp koma fram eftirfarandi sér íslenskar kröfur í fylgiskjali  2.

 

Umhverfismörk fyrir saurmengun yfirborðsvatns vegna holræsaútrása.

  1. Fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkólígerla eða saurkokka skal utan þynningarsvæðis í a.m.k. 90% tilfella vera undir 1000 pr. 100 ml miðað við lágmark 10 sýni.
  2. Þar sem útivistarsvæði eru við fjörur ellegar matvælaiðnaður í grennd skal fjöldi hitaþolinna kólíbaktería eða saurkokka í a.m.k. 90% tilfella vera undir 100 pr. 100 ml utan þynningarsvæðis miðað við lágmark 10 sýni.  

Það er ljóst að sér íslensku kröfurnar í reglugerð 798/1999 eru einfaldari  og stífari en þær sem settar eru fram í flokkun reglugerðar  796/1999.  Í þeirri sem lengra gengur telst ófullnægjandi ástand vera, ef fjöldinn fer upp fyrir 100 bakteríur í 100 ml, en í hinni sem gengur skemur eru mörkin sett við 1000 bakteríur í 100 ml.

Sömuleiðis er fróðlegt að bera niðurstöðurnar saman við baðvatnsreglugerð Evrópusambandsins 2006/7/EC en þar koma fram eftirfarandi mörk:

Að ef að fjöldi E coli í 100 ml sé færri en 250 að þá séu gæði baðvatns mjög góð.

Að ef að fjöldi E coli í 100 ml sé færri en 500 að þá séu gæði baðvatns góð.

Þess ber að geta að í reglugerð EC eru fleiri viðmiðunarbakteríur og gerðar ítarlegar kröfur um fjölda sýna og gert er ráð fyrir að kröfurnar herðist árið 2015 og þá munu mörkin breytast í að undir 100 bakteríur í 100 ml teljist frábært. 100 til 200 bakteríur í 100 ml telst gott og síðan 200 -400 bakteríur verður skilgreint sem viðunandi.

Sýnataka í sjó á Sauðárkróki þann 8.1.2013

Hiti við frostmark – skýjað og logn.

 

Sýni tekin frá kl: 11 – kl 12:30 með Viggó Jónssyni.

 

Sýni #1, inn í höfninni á Sauðárkróki, miðja vegu á móts við vigtarhús og bryggjuenda. Saurkólí

Hnit: N 65°45.391 – W 019°38.890 – WP47

——————————————

Sýni #2, inn í miðri smábátahöfn.

Saurkólí

Hnit:   N65°45.396 – W 019°38.782 – WP 48

———————————————

Sýni #3, 15 m frá landi út frá útrás sláturhúss KS. Ath. tekin tö sýni COD og saurkólí

Hnit N 65°.45.188 – W 019°38.890 – WP 49

———————————————-

Sýni #4,   10 m frá útrás við Hegrabrautina.

Ath. tekin tö sýni COD og saurkólí.

Hnit: N 65°44.796 W 019°37.596 WP 51

———————————————–

Sýni #5, 25 m frá landi út frá útrás við Hegrabraut

Saurkólí

Hnit: N 65°44.812 W 019°37.929 WP 52

————————————————-

Sýni #6 50 m frá landi, út frá útrás við Hegrabraut.

Saurkólí

Hnit N°65°44.803 W 019°37.936  WP 53

———————————————–

Sýni #7,  Viðmið  um 1 km frá landi

Ath. tekin tö sýni COD og saurkólí.

Hnit N 65°45.644 W 019°38.036  WP 50

 

Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi