Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er komin á netið sjá hér.

Úr Starfsskýrslunni: Heilbrigðiseftirlitið veitir mengandi atvinnustarfsemi leyfi og setur fyrirtækjunum starfsleyfisskilyrði og mótar með því umgjörð um starfshætti. Í þessu ferli vegast á ýmis sjónarmið sem taka verður tillit til s.s. atvinnufrelsisákvæði annars vegar og sjónarmið umhverfisins og nágranna hins vegar. Það sem einn sér sem járnadrasl sér annar sem mikil verðmæti og sama á við nef manna að það sem einum finnst vera ýldulykt kann annar að greina sem indælan angur af skreið.