Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra
Fundur
Fundur haldinn í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra þriðjudaginn 24.4.2012 á Sauðárkróki. Mættir eru undirritaðir, auk Sigurjóns Þórðarsonar framkvæmdastjóra og Steinunnar Hjartardóttur, heilbrigðisfulltrúa.
_______________________________________________________________
Dagsskrá:
1) Málefni Norlandia Ólafsfirði
2) Umsögn um frummatsskýrslu Blöndulína 3
3) Reikningar heilbrigðiseftirlitsins
4) Starfsleyfi
5) Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Á fundinn mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Norlandía Ólafsfirði
Sigurjón gerði grein fyrir ferli málsins og kvörtunum sem honum hafa borist vegna lyktar og hávaða frá fyrirtækinu. Ásgeir Logi Ásgeirsson þakkaði fyrir að fá tækifærið til að tala við nefndina til að skýra sjónarmið Norlandia. Sagði hann frá áætlun sem fyrirtækið er með, setja upp ósonbúnað og koma á undirþrýstingi í húsinu og er áætlun um það að vera búin að setja upp þennan nýjan búnað fyrir 1. júní.
Nefndin ítrekar að skv. bréfi dags. 10.4.2012 var óskað eftir skriflegri greinargerð fyrir 2.5.2012 um fyrirhugaðar aðgerðir til að stemma stigu við lyktarmengun. Ef fullnægjandi árangur á að nást við lyktareyðingu þá er frumskilyrði að hráefni sé ferskt og húsnæði sé hreint.
Heilbrigðisnefndin ákvað að taka fyrrgreint bréf Heilbrigðiseftirlitsins aftur til umfjöllunar á næsta fundi sínum.
2. Sigurjón greindi frá umsögn Heilbrigðiseftirlitsins vegna Blöndulínu 3
3. Lagðir fram reikningar fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fyrir árið 2011
Rekstrartekjur: 30.961.390.- kr
Rekstrargjöld: 30.146.677.- kr.
(Rekstrartap)hagnaður fyrir fjármagnsliði: 814.713.- kr.
Fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld: (101.881.- kr.)
Rekstrarniðurstaða ársins: 712.832.- kr.
Eigið fé er jákvætt um 580.195kr
4. a) Mál nr. 982 reglug. 785/1999
Gunnar Ólafsson v/ Ísgel ehf. Efstubraut Blönduósi
Kt: 421200-2060
Samþykkt til: 24. 4. 2024
b) Mál nr. 983 reglug. 785/1999
Steindór Árnason v/Fiskverkun Steindórs Árnasonar Sauðárkróki
Kt: 201261-3259
Samþykkt til: 24.4. 2024
c) Mál nr. 984 reglug. 536/2001
Ágúst Þór Bragason v/Vatnsveita Blönduósi
Kt: 470169-1769
Samþykkt til: 24.4.2012
d) Mál nr. 985 reglu. 785/1999
Steingrímur Óli Hákonarson v/Fiskmarkaður Siglufjarðar
Kt: 690904-3490
Samþykkt til: 24.4. 2024
e) Mál nr. 986 reglug. 785/1999
Jörgen Magnússon v/Skeljungur v/Orkan Hvammstanga
Kt: 590269-1749
Samþykkt til: 24.4.2024
f) Mál nr. 987 reglug. 785/1999
Sigurpáll Gunnarsson v/S1 ehf. Ólafsfirði
Kt: 560210-1080
Samþykkt til: 24.4.2012
5. Önnur mál
a) Gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu. Fráveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemd við gjaldskrá.
Fleira ekki gert, fundi slitið
Arnrún Halla Arnórsdóttir Elín Þorsteinsdóttir
Guðrún Helgadóttir Valgarður Hilmarsson
Ina Björk Ársælsdóttir Steinar Svavarsson