Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra

Fundur

Fundur haldinn í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra þriðjudaginn 15.12. 2011 á Sauðárkróki.  Mættir eru  undirritaðir, auk Sigurjóns Þórðarsonar framkvæmdastjóra og Steinunnar Hjartardóttur

_______________________________________________________________

 

Dagsskrá:

 

   
 Hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlitsins um 5%.
  
  
 
6.   Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Fjallabyggð

7.   Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

  
Heilbrigðisnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá

2.  Lögð fra tilllaga að hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlitsins um 5%.

Tillagan samþykkt.

3.  Fjárhagsáætlun 2012

Rætt um bréf  frá Umhverfisstofnun dags. 13.12.2011 þar sem  tilkynnt er um uppsögn samninga um framsal eftirlits frá 1.1.2012.  Stjórn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra mótmælir þeirri ákvörðun sem þar er kynnt og sérstaklega hversu seint þessi einhliða ákvörðun er tilkynnt.   Stjórnin furðar sig á því að þessi ákvörðun hafí ekki verið kynnt þegar forstjóri UST kom í heimsókn til fundar við nefnda  22. nóvember sl.

Framkvæmdastjóra falið að kynna SSNV og SIS þá stöðu sem kominn er upp í samskiptum UST og heilbrigðisnefndar.

Lögð fram  fjárhagsáætlun fyrir 2012

 

Rekstrartekjur áætlaðar     31.800.000

Framlag sveitarfélagana         10.900.000

Heilbrigðiseftirlitsgjöld         18.400.000

Sértekjur                                  2.500.000

Rekstrarkostnaður:             31.800.000

Fjárhagsáætlun samþykkt

4. Norlandía á Ólafsfirði hefur sett upp mengunarvarnarbúnaðað en  Heilbrigðiseftirlitinu hafa þó  borist kvartanair á síðustu vikum vegna lyktar og staðfestir heilbrigðisfulltrúi að enn berist af og til ólykt frá fyrirtækinu.  Almennt hefur þó lyktin frá fyrirtækinu batnað mjög á frá því að búnaðurinn var settur upp. Niðurstaða nefndarinnar er að veita fyrirtækinu starfsleyfi til bráðabirgða til 1.6.2012.  Heilbrigðisnefndin óskar eftir því við forsvarsmenn Norlandia að þeir skili inn greinargerð fyrir  2. 5. 2012 um virkni hreinsibúnaðarins og aðrar aðgerðir sínar við að stemma við lyktarmengun.

5. Afgreiðslu frestað.

6. Lögð fram samþykkt um fráveitur og rotþrær í Fjallabyggð .  Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagð áætlun.

7. Önnur mál.

Ýmisleg rætt en ekkert bókað.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið

Elín Þorsteinsdóttir    í sima

Guðrún Helgadóttir                           Valgarður Hilmarsson

Ina Björk Ársælsdóttir                       Steinar Svavarsson