Velkomin á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

Heilbrigðiseftirlitið er með skrifstofur að Sæmundargötu 1, efri hæð, Sauðárkróki. Þar starfa tveir heilbrigðisfulltrúar, auk þess sem einn heilbrigðisfulltrúi er í Húnaþingi Vestra með aðsetur að Sólbakka.

Eftirtaldir aðilar standa að rekstri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra:

Akrahreppur, Blönduós, Bæjarhreppur, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Höfðahreppur, Siglufjörður, Skagabyggð, og Sveitarfélagið Skagafjörður.

Heilbrigðiseftirlitið er til húsa að Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki.
Sími: 4535400
Fax: 4535493

 

Sumarverkefnin

Sumrin eru annatími hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Ferðaþjónustan fer á fullan skrið en það eru fjöldi ferðaþjóna sem þurfa að fá úttekt og endurnýjun leyfa.

Í sumar mun Heilbrigðiseftirlitið fara í tvö verkefni í samvinnu við Umhverfisstofnun og Matvælastofnun. Um er að ræða annars vegar úttekt á sundlaugum á Norðurlandi vestra en þær eru fjölmargar og slagar fjöldi sundlauga á svæðinu hátt í að vera jafn fjölda sundlauga í Höfuðborginni og síðan er það hins vegar örverumælingar á ís sem seldur eru í söluturnum á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið á Nv kappkostar að neytendur fái gæðaís hvort sem það er í Hrúta-,Skaga- eða Siglufirði.

Jarðgerð á Króknum og Sigló
Það er ýmislegt að gerast þessa dagana á sviði umhverfismála á Norðurlandi vestra. Víða er leitað leiða til að minnka úrgang, t.d. með jarðgerð á sláturúrgangi á Sauðárkróki.
Síðasta fimmtudag skoðaði heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra nýja moltumaskínu sem framleidd er á Vélaverkstæði SR á Siglufirði. Til stendur að sú vél muni jarðgera allan lífrænan úrgang frá íbúum Siglufjarðar, og þegar fram líða stundir og austurhlutinn verður tengdur vesturhlutanum verður úrgangi líka safnað þaðan, þá líka frá Ólafsfirðingum.

Ef þetta verkefni gengur vel í Fjallabyggð eru líkur til að hægt verði að koma tækinu í gagnið á fleiri stöðum á landinu.