Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra
Fundur
Fundur haldinn í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra fimmtudaginn 5.9.2012 á Sauðárkróki kl: 14. Mættir eru undirritaðir auk Sigurjóns Þórðarsonar framkvæmdastjóra og Steinunnar Hjartardóttur
_______________________________________________________________
Dagsskrá:
1) Málefni Norlandia Ólafsfirði
2) N1 Borgarmýri Sauðárkróki
3) Starfsleyfi
4) Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Málefni Norlandia Ólafsfirði.
Bréf frá Norlandia ehf. barst til Heilbrigðiseftirlits 30.8.2012 þar sem gert er grein fyrir þeim aðgerðum sem farið hefur verið í vor og sumar.
Birgir Þórðarson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór með
Sigurjóni til Ólafsfjarðar í heimsókn til Norlandia.
Samþykkt að framlengja starfsleyfið tímabundið til 15.11.2012 og tíminn notaður til að auglýsa ný starfsleyfisdrög þarf sem íbúum gefst tækifæri til athugasemda.
2. N1 rekur eldsneytisdælur við Borgarmýri sem uppfylla ekki ákvæði reglugerðar reglug. 35/1994 og umgengi þar um er slæm. Stöðin hefur ekki starfsleyfi og N1 hefur heldur ekki sótt um slíkt leyfi til Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra. Samþykkt að sölu olíu verði hætt að Borgarmýri, þannig að óheimilt verði að fylla olíu á tanka stöðvarinnar og allri sölu olíu verði hætt þann 1. október nk..
3. a) Mál nr. 1002 reglug. 941/2002
Regína Þórarinsdóttir v/Félagsheimilið Ásbyrgi Húnaþingi vestra
Kt: 430169-1819
Samþykkt til: 5.9 2024
b) Mál nr.1003 reglug. 941/2002
Gunnar Guðjónsson v/Hveravallafélagið ehf.
Kt: 501002-3210
Samþykkt til: 5.9. 2013
c) Mál nr. 1004 reglug. 785/1999
Garðar Sigurjónsson v/Jarðboranir borun Hrolleifsdal
Kt: 590286-1419
Samþykkt til: 5.9.2014
c) Mál nr. 1005 reglug.785/1999
Magnús F Jónsson v/ Sláturhús KVH ehf.
Kt: 590106-0970
Samþykkt: 5.9. 2024
d) Mál nr. 1006 reglug. 785/1999
Leifur Eiriksson v/Kjötafurðastöð KS
Kt: 680169-5009
Samþykkt að auglýsa starfsleyfisskilyrðin.
e) Mál nr. 1007 reglug. 785/1999
Stefán Einarsson v/Efnistöku á Siglunesi
Kt: 420402-3250
Samþykkt að auglýsa starfsleyfisskilyrðin
4. Önnur mál
Engin
Fleira ekki gert, fundi slitið
Arnrún Halla Arnórsdóttir
Steinar Svavarsson
Guðni Kristjánsson
Valgarður Hilmarsson
Ína Ársælsdóttir