Ólafsfirðingar , áfram ber að sjóða neysluvatn við Hlíðarveg, Hornbrekkuveg og Túngötu
Mengunin í vatnsveitu Ólafsfjarðar er bundin við vatnsbólið í Brimnesdal og hefur Veitustofnun Fjallabyggðar einangrað bólið frá veitunni að undanskildum húsunum við; Hlíðarveg, Hornbrekkuveg og Túngötu. Neysluvatn í öðrum götum en taldar eru upp hér að ofan er ómengað og því hæft til neyslu.
Flestar E. coli bakteríur eru skaðlitlar, en ef E coli finnst í neysluvatni, þá bendir það til þess að hættulegar bakteríur geti leynst í vatninu. Íbúum við ofangreindar götur er því ráðlagt sem varúðarráðstöfun að halda áfram að sjóða vatnið. Veitustofnun Fjallabyggðar hefur nú þegar hafið vinnu við endurbætur.