Starfsleyfi til kynningar fyrir stóra spennistöð Landsnets á Blönduósi

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlandsvestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir, tengivirki að Hnjúkum, Blönduósi. Um verður að ræða  stóra spennistöð. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru almenn samræmd starfsleyfisskilyrði, fyrir stórar spennistöðvar. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrði fyrir spennistöð Landsnets á Blönduósi, til 20. nóvember nk.  Hér eru samræmdu starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar uppfærð með vísan í nýjar reglugerðir.